« Home | Coctail recipies!Hvað er þetta með að henda sér á ... » | There was this couple that had been married for 20... » | Þetta er nýja bloggið mitt, persónulegt blogg se... »


Manneskjan þróast ekki...

Ég var að horfa á dýralífsþátt á RUV um daginn með mömmu og pabba, 1 af 6. Geggjaðar tökur sem eru búnar að taka ég veit ekki hvað mörg ár í framleiðslu og og gæðin eru ótrúleg. Þegar ég horfði á þetta, sá hvernig dýrin veiddu og skynjuðu að það væri að hætta á ferðum, eða “já, nú erum við alveg að komast að vatnsbólinu”, fór ég að hugsa, mikið ofsalega hljótum við að vera vanþróuð. Með tímanum held ég að við höfum farið til baka í þróuninni á ótrúlega stóran hátt, en að sama skapi að sjálfsögðu þróað margt og skapað líka.
En með allri okkar þróun fram á við í samhengi við rafrænar uppfinningar,hluti eins og bíla, eldunarvélar, tölvur, ljósabekki, tölvuúr sem þola 80 m dýpi, vélmenni o.s.frv. held ég að við höfum tapað því sem að við áttum fyrir, innbyggðum þekkingum og skynjunum sem að voru okkur eðlilegar áður fyrr, en er okkur með öllu móti óhæft að finna nú til dags.
Nú ef við tökum bara veðrið sem dæmi, til þess að vita hvaða veður er í aðsigi horfum við á veðurfréttir, og bölvum greyið veðurfréttaköllunum alltaf fyrir ef þeir slysast á að hafa rangt fyrir sér, og í staðinn fyrir að fara í göngutúrinn sem við vorum búin að ljúga að sjálfum okkur að við ætluðum að fara í, þá höngum við inni og fitnum. Á fornöld held ég að við hefðum getað sagt okkur það sjálf ef að stormur væri að koma, eða sól, bara með því að horfa upp í himininn og hugsa aðeins, telja út frá stjörnunum eða hvað það er sem gert er til þess að finna þetta út.
Eins með mataræði, með allri þessari eldamennsku, útgáfu uppskriftabóka, sölu á pítsaofnum, eggjasuðutækjum eða hakkavélum sem geta malað kaffið þitt OG hrært í eggjaköku fyrir þig á sama tíma!!, þá hefur manneskjan skapað svo mörg önnur vandamál: offitu, anorexiu, matarofnæmi, og klassísku setninguna: “oj, nei mér finnst þetta ógeðslegt”! Ég er nokkuð viss um það að ef þessi setning hefði verið sögð á tímum hellisbúanna, þá hefðir þú bara ekkert étið!
Ég held að þessi þróun sé alls ekki slæm, ég vil geta vaknað við vekjaraklukku, farið í sturtu í staðinn fyrir vatnsból, fengið mér cheerios í staðinn fyrir hálf hráan fisk með villiberjum, sest svo við tölvuna mína nýju sem er hlaðin upp af batterýi sem endist á 3 tíma með þráðlaust internet, svo ég geti skrifað þennan pistil, leikið mér í photoshop, eða vafrað um á netinu, skoðandi veðurspána eða nýjar uppskriftir. En margt af þessu sem ætti að vera okkur eðlislægt, eins og hjá dýrunum, finnst mér samt algjör synd að hafa misst..
Ég var nú bara aðeins að hugsa svona um þetta...

Ég held að ef maður myndi komast út úr þessu umhverfi sem maður er í, t.d. búa á afskekktri eyju þar sem engin nútímatækni er þá myndi blossa upp í manni þessi villimennska...hefurðu ekki horft á L.O.S.T Katla hahaha!

hmmm ég sá aðeins af fyrstu seríunni, en datt svo út, þeir eru farnir að lengja hana svona með allskonar óþarfa rusli.. Jú ég er alveg sammála því en samt sem áður, eins og til dæmis eyru óki, þau eru stanslaust að minnka, það er afþví að við þurfum þau ekki eins og áður, ég meina hellisbúinn var með fokking apaeyru,núna erum við aðeins með hálfa hans stærð, ætli þetta endi ekki bara í götum, samt að hugsa hvar við setjum þá eyrnatólin frá i-podnum...

Skrifa ummæli