föstudagur, nóvember 24, 2006

Við Edda töluðum saman á msninu um daginn og fannst við ekki hafa hist for ages, samt ekki mikið meira en nokkrir dagar, og við vorum actually farnar að sakna hvor annarar ..æl.. allavega við ákváðum að hittast og það gerðum við svo í gær, og það sem átti að vera rólegt kvöld í bíó, endaði í "Sex in the city" tjútti á einhverjum klúbb þar sem allir voru svaka dressaðir “new york style” þar á meðal við og Inga roomy, ótrúlegar túttur. Pelsar, ofnotkun mascara , cosmopolitans og háir hælar er fullkomin lýsing á kvöldinu. Þetta var svaka stuð, verið að gefa fullt af dóti, blöð og poka með snyrtidóti, prufur á Lovely, nýja ilminum frá Söruh Jessicu Parker. Það var gríðaleg stemmning, og flottar skreytingar, t.d. var búið að setja upp bíósal með poppi þar sem verið var að sýna þættina á tjaldi, mjög svona súrrealískt, gaman að þessu ;)
Þetta gerðum við í gær, svo er það ræktin í dag og alla helgina, í bland við lærdóm dauðans... núna ætla ég samt að horfa á The Devil wears prada..
Þangað til næst... bæææææ... Posted by Picasa

mánudagur, nóvember 20, 2006


Róm kom ekkert smá á óvart!

Jæja þá kom ég heim í dag frá Róm, Gunni fer heim á morgun. Hótelherbergið var geggjað en þjónustan er önnur saga, :S Byrjaði náttúrulega á því að láta taka mig í rassgatið af einhverjum hálfvita leigubílstjóra, rukkaði mig allt of mikið af því ég asnaðist ekki til að spurja um verðið áður en hann lagði af stað, aulaskapur í mér!! :S
Og svo einhver beygla á hótelinu í einhverju transi með stjórnunarstæla, ég er ekki vön að æsa mig við starfsfólk í hverskonar þjónustu störfum en þegar hún áttaði sig á því að klúðrið var hennar og var búin að láta mig bíða í 4 fokking klukkutíma á barnum þar sem ein lítil kókdós kostaði 4 evrur, “sko hnefi í rassinn verð”, þá lét ég hana heyra það, strunsaði upp í herbergi og bergmálið í marmaranum í gólfinu eftir hælana heyrðist um alla Róm.. eða svona kannski aðeins minna ýkt..
Restin af ferðinni var frábær, og ég var fljót að róast þegar Gunni kom ca 2 tímum seinna.. allt í goody þá. :D

Enn allavega, Róm kom virkilega á óvart, byggingarnar eru bara rugl þarna og við vorum ægilega heppin með veður. Röltum um á stuttermabolum og fengum lit á hendurnar meðan Ísland er á kafi í snjó! Það var preðað soldið í góðan mat og höfðum það alveg ferlega gott. Löbbuðum af okkur fæturna og kvöldin voru tekin í kálfanudd yfir dvd diskum og kósýheitum.

Við röltum um fornar slóðir og drekktum í okkur byggingarlistinni og styttunum og öllu heila klabbinu. Ég sat og skissaði Colosseium meðan Gunni lóneraðist við að vera einmana túristi.
Svo er þetta alveg merkilegt með hvað allar stytturnar eru hauslausar, það var einhver sem gerði þetta á sínum tíma, lét afhausa alla marmarahlúnkana og skar undan þeim mörgum líka, ef einhver er með nánari uppl um þetta þá endilega tjáðu þig, ég er búin að reyna að renna í gegnum listasöguna lauslega en finn ekkert um þetta..

Við gerðum mjög góða tilraun til Powerade auglýsingar og fannst hún takast bara nokkuð vel hehe ;)

Já þetta var bara ótrúlega vel heppnuð ferð eins og alltaf! Takk fyrir mig ástin knús og kossar **

Ég þakka kærlega fyrir sendinguna frá mömmu og pabba sem ég fékk frá annarsvegar með foreldrum Eddu og svo Gunna. Ég er nú fullhlaðin af kúlusúkki, season all kryddi, kjúllakryddi, gömlum reikningum og ég er komin með takk fyrir Skype síma! Sem er snilld, nú er hægt að spjallast án þess að ískrið drepi alla nálæga! Brillíantos!
Og ó mæ looord hvað lærið sló í gegn, ég hélt að allir myndu fá bókstaflega fullnægingu við borðið af hamingju! Baaara gott sko! Þau slógu í gegn með eldamennskunni og snilldarlegum tilþröfum í sósu og salat gerð! Takk enn og aftur kææærlega fyrir mig Eddu mamma og Eddu pabbi! *** Posted by Picasa

Efnisorð:

laugardagur, nóvember 11, 2006

Það var skóladjamm á fimmtudaginn síðasta með IED, allir nýnemarnir að hella í sig til að þora að tala eitthvað saman.. fólk var misdrukkið eins og gengur en stemmarinn var svakalegur!
Það var dansað af sér rassgatið og allir fóru glaðir heim J Gaman að kynnast krökkunum, við verðum öll orðnir mestu mátar fyrr en varir, spennandi hópur og svona :)

Mamma og Pabbi Eddu eru að koma á mánudaginn og viti menn snillingarnir mæta hér með íslensk læri og með því, takk fyrir! Ég fer semsagt í matarboð á miðvikudaginn og borða á mig gat af grænum baunum, piparsósu, rauðkáli brúnuðum kartöflum og íslensku læri! Shæse, ég er að kafna úr spenningi! Með fyrirfram þökk sendi ég bestu þakkir til Eddu mömmu, og Eddu pabba! Risastórt smúsh! Takk takk :D

Svo á fimmtudaginn erum við Gunnerinn að skella okkur til Rómar í eins og fjórar nætur, mæti svo aftur á mánudaginn.. enginn skóli á föstudaginn né mánudaginn, svo ég missi bara einn tíma úr, á fimmtudeginum. Alveg tilvalið að skella sér í smá svona slökun og inspirationtúr :D

Við fengum líka ekkert smá frábært hótel rétt f utan miðbæinn, samt alls ekkert of langt held ég. Fengum svítu takk fyrir á skít og kanel! Ohh þetta er svo mikil gargandi snilld!

Mikill spenningur í gangi hérna!
Annars er bara allt komið á fullt í skólanum, brjáluð eyðsla í skóladót. Við Eddie og Sirrú tókum röltið í gær og versluðum bönch, búnar á því, enda snéri fólk sig úr hálsliðnum þegar það sá alla pokana.. en svona er þetta bara... dýrt gaman!

Ég ætla að halda áfram að skissast, taka á því ;)
Þangað til seinna.. ciao *** Posted by Picasa

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

I know I know succer í blogginu!..

Íbúðin var tekin í gegn, stofan og gangarnir málaðir, ný þvottavél þar sem hún krassaði um daginn, sem og örbylgjuofninn, teljum að það hafi verið föstudagsins 13 að kenna. Einnig var spanderað í ryksugu, þannig að nú er stefnan að halda öllu hreinu og fínu, vonum að það takist hjá okkur.
Inga, nýja stelpan er líka komin heim og þau Jói byrjuð í skólanum, ég byrja á morgun, þá fer allt á fullt. Inga er æðisleg og ég er ekkert smá fegin að fá hana :D

Mamma og Pabbi og Gunni voru í heimsókn um daginn, voru í viku næstum! Það var æææðislegt að hafa þau hérna J
Fórum í bíó, “Little miss Sunshine” mjög furðuleg en góð.
Fórum líka öll saman út að borða með Ingu, Heiðari og Eddu á geggjaðan sushi stað hérna rétt hjá. Pabbi var ekki alveg að goodera að prófa sushi, enda vanur að elda fiskinn á Íslandi eins og hann sagði. En þetta kom þeim víst skemmtilega á óvart og sushi verður réttur sem verður pottþétt prófaður oftar hjá þeim J Eftir matinn fórum við heim og þau skoðuðu slotið, ferlega sátt held ég bara. Átum spænska osta og ólívur og súkkulaði dauðans, drukkum okkur öll frekar hress og kvöldið var bara algjörlega frábært, það fóru allavega allir glaðir heim J

Tékkuðum á hótelinu hjá mömmu og pabba og þau bjuggu náttúrulega bara eins og kóngar. Svakalegt hótel sem ég veit að mun vera mikið rætt heima á næstu dögum, vikum hihih ;)

Síðan skelltu sér allir til Sitges í gær, lítill hommabær hérna rétt hjá Barce. Horfðum þar á leik og kenndu pabba svona mikilvægustu fótboltaorðatiltækin svo hann gæti slegið um sig þegar heim var komið, enda ekki mikill kunnáttumaður um fótbolta frekar en aðrir í minni fjölskyldu. Ég nældi mér í ofnæmiskast frábært! Kom heim öll í rauðum útbrotum og kvalin af kláða ALLSSTAÐAR! Hrikalegt alveg, sérstaklega þar sem ég hef ekki hugmynd útaf hverju þetta er! Ég er allavega ekki útlýtandi lengur eins og fílamaðurinn! Vona að þetta gerist ekki aftur í bráð! Ótrúlegt hvað þessi ofnæmisköst hafa verið að fylgja mér, fyrst María systa, svo Susan frá Danmörku og nú ég!
Við átum alveg svakalegar steikur á Argentísku veitingahúsi í gær í Sitges, og stefndum svo bara á lestina heim eftir það en að sjálfsögðu var síðasta lestin farin svo það var haldið í ferðalag til að redda ferð heim. Eftir nánast klukkutíma bið kom rútan og 2-3 lögreglubílar sem fylgdu og sektuðu bílstjórann fyrir ALLT of marga ferðalanga. Það var endalaust af fólki sem fór út úr rútunni og loksins komumst við inn og af stað!

Skólinn er kominn á fullt hjá mér núna sem og ræktin, það á að taka á því núna! Komast í kjólinn fyrir jólin.. Rosalega flottir kennarar finnst mér, og mér líst alveg svakalega vel á þetta allt saman. Búin að versla eins og geðsjúklingur af skóladóti og ekki hálfnuð enn! Svakalegt alveg! Það er allavega byrjað strax að HRÚGA á okkur heimavinnu, þetta verður flott held ég.

Við Edda og Margrét kiktum aðeins á tjúttið um daginn, lentum fyrir slysni á einhverju skemmtilstað og viti menn, var ekki bara Eyður að kósíast þar með familíunni og Auddi var þarna líka. Þeir voru coveraðir einhverjum bodyguards eða eitthvað og inni á einhverju lokuðu svæði. Ég sé samt ekkert smá eftir því að hafa ekki farið og gerst nörd og beðið um eiginhandaráritun.. oh well, nest time bara ;)

Ég var í rólegheitunum alveg að sofna yfir einhverri mynd um daginn, liggjandi í rúminu mínu og slakandi á.. farin að dotta með hálflokuð augun. Við það að detta út sé ég einhverja hreyfingu út undan mér og því fylgdi öskur sem varð klárað með spretti út á gang í paranojukasti. Ég hleyp og vek Jóa og garga og garga og er nánast, (skömmustulegt að segja það) en nánast farin að grenja! Jói: “Hvað”!? Ég: “Fokking helvíti, það er einhver fokking kakkalakki inní herbergi”!!!! Jói greyið álíka hræddur við þetta og ég, fer samt á fætur og bjargar mér, greyinu í panikkasti. Ég var alvarlega farin að hugsa um flutning aftur heim í hræðslunni, ég hoppaði um alla ganga og var að sturlast. Þið trúið því ekki hvað það er hrikalegt að VAKNA við þetta helvíti! Ég fer fram og reyni að ná andanum, næ að vekja Ingu við of djúpan andardrátt og við panikum saman. Eftir mikla spæjaraleit hjá Jóa er niðurstaðan sú að kakkalakkinn er horfinn og ég hefst við ryksugun og þrif um miðja nótt. Loksins að róast aftur niður legst ég til hvílu og reyni að sjá restina af myndinni.. aftur er ég við það að sofna en nei, birtist ekki kvikindið, röltandi í makindunum á veggnum bara! Ég tryllist auðvitað og vopnuð ryksugunni set ég á mesta kraftinn og ræðst á monsterið! Ha ha, ég náði og ég verð að segja það að þrátt fyrir histeríuköstin þá fannst mér ég standa mig ansi vel.. Ég náði að sofna eftir róandi tal frá Gunna, þessi elska var vakin til að svæfa mig!
Nýjustu fréttir: við Inga slakar inní stofu að borða mangó og nei nei, sé ég ekki bara einn á leiðinni inn í Ingu herbergi, ég stekk á fætur, sæki glas og kvikindið í búri! Nanannna... Jói kom enn og aftur til bjargar og kveikti í honum, svo hann ætti ekki að ónáða okkur frekar.. Á morgun er stefnan sett á spray í öll horn svo sópum við þeim upp bara. Þetta er einhver fokking faraldur og er ekki að gera sig!!

Ég ætla að fara að lúlla núna, róa mig niður eftir afdrif dagsins.. ég reyni að vera duglegri að blogga svo, og læt ykkur svo vita hvernig faraldurinn hegðar sér og vonandi deyr hann út á næstu dögum..

Ciao todos**