sunnudagur, september 17, 2006

Herbergis makeover, og Magia Sensual..

Jæja, þá er það helgargeðveikisskrifin, sem skellast hér inn, þetta líka yndislega sunnudagskvöld!

Við Edda skelltum okkur saman í IKEA, sem ætti að vera bannað með lögum, við saman í IKEA er eitt mesta stórslys verslunarsögunnar.,, og má ég bara segja að ALLT sem ég keypti var af því að HÚN plataði mig til þess!! ;)
Eins og pabbi orðaði það svo fallega: “það þýðir ekki að verðandi innanhúshönnuður búi ekki flott”.. þessi setning yljaði mér um hjartarætur og ég hætti að væla yfir peningunum sem ég eyddi..

Ég náði svo að plata Eddu skvís í að hjálpa mér að mixa herbergið á föstudeginum í bland við nokkrar Mojito blöndur.. föstudagskvöldið endaði auðvitað mest í mojitoblöndunum og herbergisræfillinn látinn eiga sig..

Náði samt að plata Árna í að hjálpa með hillusamsetninguna og Edda dröslaði sparsli í holur, meðan ég, greinilega, sá um að blanda mojito til að halda orkulevelinu á réttu róli..

Við Eddie skelltum okkur í sturtur eftir “erfiði” kvöldisins og hittum Óla og vini hans á pöbb hérna í Gracia, sem bauð upp á fleiri Mojito, og má ég segja að þeir náðu okkur ekki með tærnar sem við vorum með hælana í kapphlaupi gæða!.. enda erum við Eddie algjörlega komnar með æfinguna, og mun þessi líka ágæti drykkur vera venja fyrir gesti hér á Calle de Seneca.

Héldum af pöbbnum yfir á stærri bar rétt hjá. Stemmningin var gríðarleg og við þrjú áttum ekki í erfiðleikunum með að skemmta okkur saman!
Katla dealer ákvað að plögga smá afslátt á drykkina og díla við barþjóninn um skipti við myndatöku, sem ég átti svo að senda dúddanum á mail.. þurfti þarafleiðandi mailið hans og vinurinn réttir mér forláta nafnspjald, sem er sossum ekki frásögu færandi, endi stakk ég því bara í veskið, og við héldum áfram að drekka afsláttardrykkina okkar..

Nokkru síðar.. eftir nótt á sófanum hjá Óla í þynnkufæði á “Macanum” tekur Katla upp nafnspjaldið með e-maili barþjónsins og fer að rifja upp hvaðan í ósköpunum þetta hafi nú eiginlega komið, og við frekari skoðun DEYJUM við Edda úr hlátri.. elsku vinir, sjón er sögu ríkari..

e-mail unga mannsins sem kallar sig: Paolo, “Magia Sensual” er: chicashotrosario@yahoo.com.ar

Endilega sendið honum línu, hann kannski lánar ykkur dúfuna sína sem hann er með á myndinni! Þetta er með bestu nafnspjöldum sögunnar, og ég er alvarlega að spá í að ramma þetta inn! ;)

Eftir franskar og burger skellum við okkur heim, og glápum á eina klassíska: Ghost..

Við tökum okkur svo til og fáum herbergisorkuna aftur, og ráðumst á kitruna af fullum krafti, og aftur í dag. Endaði með því, að ég flutti inn í dag, skælbrosandi út að eyrum, ferlega sátt með slotið!
Nú á bara eftir að veggfóðra og henda upp eins og nokkrum myndum, og vúallah, Katla er komin með heimili fyrir vonandi næstu 3 árin!

Allir velkomnir í heimsókn, og hver veit nema Paolo verð kominn með heiðursstað á veggnum..

Adios...

PS: Elsku Edda, takk kærlega fyrir alla hjálpina, eins og þú veist, ertu alltaf velkomin í sleepover, eins og það er alltaf gaman hjá okkur, vertu bara viss um að vera búin að ... almennilega, og við förum svo kannski réttu megin inn á salatbarinn.. aulaglott..

Takk fyrir mig skvísa ;)

miðvikudagur, september 13, 2006

GEÐVEIKISLEGAR RIGNINGAR DREKKJA SPÁNI


Þett

Veðrið er búið að vera algjör geðveiki núna í dag og í gær. Hef aldrei á ævinni séð jafn svakalegar eldingar og lætin í þrumunum sem fylgdu dugðu til að ég þorði ekki út úr húsi, og crashaði á sófanum hans Manu. Það var eins og hellt væri úr fötu, bókstaflega, og að standa úti var pottþétt betri sturta en margar..

Aftur í dag, var veðrið að einhverju skitsói, og við Edda hlupum heim til hennar og þurftum að skipta á ganginum, það draup svo roosalega af okkur að parketið hefði drukknað..

Dótið okkar átti að koma í dag, en sökum geðveikis veðurs, þá kemur það ekki fyrr en á morgun. Við erum gjörsamlega að kafna úr spenningi við að fara að rífa upp úr kössunum.. litlu jólin á Spáni takk fyrir :)

Það eru víst búin að vera flóð hérna í næstu borgum, og voru víst einhver þokkaleg hérna í Barce snemma í morgun. Við erum ekki komin út í gúmmíbátana ennþá, en ef svo er, þá sjáið þið okkur bara á mbl..

Við erum svo sorry yfir því að sjá ekki Magna í kvöld, en ég sendi hér með stuðningskveðjur til gæjans, og stemmarakveðjur heim, er búin að heyra að allt sé að verða vitlaust af spenningi!

Anyways, það er köld sturta sem bíður og kaffibolli á starbucks eftir það ;) ..ohh það er svo næs að vera í stórborg...

Ciao amigos... Posted by Picasa

sunnudagur, september 10, 2006


Dúddarnir á ströndinni, næs...

 Posted by Picasa


Við Edda áttum þessa lika bara yndislegu helgi! Skelltum okkur í búðarferð um hverfið í leit að ferskri mintu í mojitoblöndur! fórum gjörsamlega á kostum í þeirri deild, og urðum bara ferlega hressar eftir nokkra drykki.. + það að þetta kostar ekki neitt hérna, alveg gaman að drekka "grand".. Fórum svo og hittum Óla (til vinstri) og Ella (til hægri) og enduðum heima hjá þeim eftir rólegt djamm.

Spjölluðum þar fram á nótt, og ég réðst á kökkeneð hjá þeim og galdraði fram gúmmelaði eggjaköku sem fékk ágætis einkunn.

Við Edda vorum við það að sofna, en vöknuðum við eina fallegustu umræðu sem getur nokkrum sinnum átt sér stað milli tveggja karlmanna.. þrif! " nei veistu, þú getur alveg eins keypt þér 5 uppþvottabursta í Ikea á 100 kall, og bara hent þeim, ég hef aldrei kynnst örðu eins rusli" .. "já nákv, tell me about it, burstar eru svo out, aðalmálið hérna eru gulu púðarnir með græna dótinu á, sápan endist svo lengi", þegar hingað var komið gat ég ekki setið á mér lengur og sprakk úr hlátri upp úr svefninum!! HAHAHA og Edda líka, æi þetta var svo fallegt!!!

Skelltum okkur á ströndina í dag löðrandi í olíu að reyna að næla okkur í bikinífar, gekk bara vel , og svo á leiðinni heim sáum við nokkra dúdda í blaki O MY GOD!!! Þeir voru svo fokking sjúkir! nammi nammi nammi namm, við skildum eftir stöðufljót af slefi!..

jæja þá er það Prison Break og kósý kvöld, hasta luego amigos! ***

fimmtudagur, september 07, 2006

Hálfvitar í HM

Ég fór og keypti mér bol þar, og rölti út alveg salla róleg, ekkert píp, allavega ekki sem ég heyrði enda með i-podinn í eyrunum, kem heim og er að skoða þessi líka frábæru kaup fyrir aðeins 2 evrur, en viti menn, fíflið á kassanum gleymdi að taka þjófavörnina úr..
Ég var að hugsa um hvort ég ætti að reyna að gera trend úr þessu, "þjófavörn er töff" einhver pakki, held það sé ekki að virka samt, enda verða búðareigendur líklega geðveikir ef hver einasti maður sem labbar framhjá setur þjófavörnina í gang.. Ég þori þarafleiðandi ekki að fara og biðja þá um að fjarlægja vörnina, enda nokkuð viss um að þeir haldi að ég hafi stolið þessu út!
Katla að fara á kostum í Barce... Posted by Picasa

miðvikudagur, september 06, 2006

Miðnætursund í sjónum

Fór í miðnætursund í gær með hommunum og þeir fara svo rosalega langt út og Íslendingurinn hann ég, vildi sko ekki vera "minni maður", og elti auðvitað.. ekki sjáandi rassgat, og eftir svakalegt púl, margra lítra sjógleypi af árenslu við að halda mér á floti, komin með rithmið í lag, þá finn ég eitthvað ógeð sjúga á mér tánna!! Ég gjörsamlega fríkaði , spriklaði og gólaði eins og geðsjúklingur! Setti fartið upp á strönd eins og skot reynandi að sannfæra mig að "ekkert gæti sært mig í sjónum" kræst ég var orðin svo tens á taugum, að þegar ég sá gára smotterý í vatninu og eitthvað ógeð á floti, herti ég enn meir á hraðanum! Ég hélt ég myndi deyja úr ofreynslu á leiðinni til baka! hahah

Erum að spá í að fara aftur í kvöld,, úff ég ætla að halda mig nær ströndinni í þetta skiptið.. allavega svona til að byrja með...

mánudagur, september 04, 2006



Breakfast on Pluto:

Jæja ég dró Eddu skvísu, (er að byrja í IED líka..) með í bíó í kvöld ásamt hommunum, og einum dönskum vini Joe..

SNILLDAR MYND!
Hef ekki séð aðra eins snilld síðan ég sá "Kinky Boots", (sem bæ ðe vei, er must að sjá!!!)

Allavega myndin heitir Breakfast on Pluto og er með hinum snilldar leikara: Cillian Murphy. Hann lék í 28 days later t.d. Alveg bjúúútífúl maður:













Plot Outline: As foster kid Patrick "Kitten" Braden (Murphy) grows up, he leaves behind his small-town life in Ireland for London, where he's reborn as a transvestite cabaret singer in the 1960s and 70s

Hún er víst byggð á sannsögulegri sögu, og var tilnefnd til einhverja Golden Globe verðlauna, þar á meðal fyrir besta leik í aðalhlutverki.. Tékk it out! :)

Þetta er must see fyrir alla sem hafa húmor og kunna að meta virkilega góða kvikmyndagerð!!




Barcelona Baby!!!



Jæja ég er allavega komin hingað til Barcelona núna, eftir 28 tíma töf á Stansted flugvelli, London. Kynntist þar homma frá Portugal, og öðrum frá London (ekki saman, frekar skondinn hittingur..) Duarte, gæinn frá Portugal bjó hérna í Barcelona fyrir ca 4 árum, Matthew, breski homminn, býr hér enn og hefur gert síðastliðin 5 ár, hann vinnur hér sem guide (ásamt mörgu öðru reyndar..) og hann á frænda, einnig hommi hehe sem býr hér líka, en hann vinnur við enskukennslu fyrir spænska krakka.. Þessir yndislegu hommavinir mínir björguðu mér gjörsamlega fyrstu dagana, sýndu mér borgina og kenndu mér á þetta allt saman.. Ég sá borgina reyndar frá frekar sérstöku sjónarhorni t.d. bari með leðurklæddum hommum dansandi uppi á stöllum, sláandi svipum í hvorn annan.. Já svona nett klikkað.. Ég byrjaði svo í málaskólanum, og hélt ég væri mun klárari en ég í rauninni er, en eftir mikla vinnu og enn meiri sem er eftir, þá held ég að þetta komi alveg allt saman, og ég verð þvílíkt seig í þessu, og transeleita fyrir gesti! ;);) hehe Ég náði dönskunni, því endeimis kartöflumáli, ég hlýt að ná þessu..

Íbúðin sem Don Q málaskólinn lét mig fá, var alveg þokkalega ógeðsleg.. allt í lagi samt og ég lifði það alveg af.. Hluti af hinum íslensku krökkunum eru komnir út líka, og flutti ég því yfir í mína endanlegu íbúð.. Það þarf að gera ýmislegt, mig langar að mála og veggfóðra í mínu herb, og fór því í dag og spreðaði pening í það.. verður að vera kósý hjá manni J og svona eitt og annað frammi sem má alltaf betur fara.. ég er náttúrulega komin úr þvílíkri höll í Danaveldi, og vil ekkert síðra hér J

Bara svona til að rétt segja ykkur það sem dregið hefur á daga mína síðustu daga og vikur, þá skrifa ég þetta bara svona í grófum dráttum núna..

Ég fer semsagt í skólann alla virka daga frá 9-13 og þá beint niður á strönd oftast að læra, og brenna og busla í sjónum.. hitinn hérna núna er æðislegur, vibba heitt, en ég er samt ekki ennþá dauð, og það kalla ég gott bara! J

Jæja, þetta er nóg af fyrstu vikunum.. svo lofa ég að fara að verða duglegri að skrifa um mitt yndislega líf! ;);)

Adios amigos*** Katla***

laugardagur, september 02, 2006

Þetta er tekið af okkur vinkonunum kvöldið áður en Katla hentist upp í vél til Barce! Loksins allar saman eftir langan tíma, og Katla beiler þurfti að fara snemma heim,, sorry elskurnar :S


Meira blogg á morgun...

Ciao... Posted by Picasa