þriðjudagur, október 10, 2006

Hittum gamla bekkinn frá Danmörku í kvöld, ég og konan (Eddie), þau eru hérna í studietur, og við fórum saman út að borða sem er kannski ekki frásögufærandi nema Susan (gellan á myndinni) fær þetta líka ofnæmiskast, hún röltir til mín, með tvöföld eyru, eldrauð í framan og klæjar út um allt, og segir: "Katla, ég vil ekki vera með vesen eða neitt, en ertu til í að redda hérna sjúkrabíl, mér finnst ég vera að kafna".. ég rýk á fætur, babla á minni óþróuðu spænsku, emergencia por favor, necesito ambulencia ahora por favor!!.. jú jú, við skellum okkur í sjúkrabílinn og brunum á spítalann með ljósin blikkandi , svaka læti og alles og beint upp í stofu að róa ofnæmiskastið.. hún hafði borðað einhvern rækjuviðbjóð og mín bara í kasti.. Á það bætandi þá var eitthvað vesen með forsykringsbevisningið hennar, ég hringdi til Danmerkur og reyndi að útskýra á dönsku, blandað í spænsku og ensku, (tungumálin eitthvað aðeins að mixast).. að það væri eitthvað fokk, og Spítalinn gat ekki hringt á skrifstofuna þeirra í Málaga til að redda þessu, sem ég held að hafi ekki verið neitt annað en vantraust sjúkrahússtjórnar á starfsfólki uppá nauðgun á símhringingum erlendis eða út fyrir Cataloniu umdæmi bla bla.. já trúið mér ég skil ekki þetta bull heldur,, allt er gott sem endar vel, kennarinn kom eftir á og hitti okkur og sagðist ætla að bíða hjá henni meðan bólgan myndi sjatna og allir líkamshlutar kæmust í eðlilega stærð,, fékk flashback í Hitch þegar Will Smith fór gjörsamlega á kostum.. þetta er allt í goody núna samt, hún er víst að ná sér og allt að komast í samt lag.. þokkalega örlagaríkt kvöld.. Posted by Picasa

mánudagur, október 09, 2006

Já ég skal nú segja ykkur það, maður hefur aldeilis verið duglegur að blogga.. sorry það hefur verið geðveiki að gera, mikið tjútt eins og venjulega, lasin í viku!, skóli, meira tjútt, Port Aventura og heimsóknir.

Gunni bjútus skellti sér í heimsókn til mín í viku, þessi elska :D Það var frábært, átum sushi, röltum um borgina, dressuðum gæjann í zöru og fleiri verslunum sem við náðum að misnota aðeins, ég var útúrdekruð allan tímann, þetta var frábært! Takk kærlega fyrir mig elskan mín***

Við fórum líka í Port Aventura þegar hann var hérna, með Sirrú og Árna og Eddie , það var svakalegt, reyndar var eitthvað windy þannig að stóri stóri rússíbaninn var lokaður, en annars var stemmari, við Eddie og Gunni fórum í fallturninn og ég blótaði alla leiðina upp, meðan Edda var við það að fá hjartaáfall þarna á hinum kantinum, kom þá ekki líka þessi fleiga setning frá Gunna: “jæja stelpur mínar, við deyjum þá allavega öll saman”! við þetta hallaðist sætið fram og við héngum uppi og horfðum niður.. ég áfram fokk fokk, shit shit, og Edda farin að fá verk í vinstri handlegg, sætið féll og röddin hvarf af öskri.. Þetta var klikkað!!

Svo er búið að vera djammað endrum sinnum, það verður víst að halda því við eins og öðru, fórum á Tibidabo núna um helgina með öllum Íslendingahópnum, nema Óli var að djamma af sér rassinn í einhverju partýi.. geðveikt flottir staðir, og viewið var svaðalegt!

Jói er líka kominn heim, kom á sama tíma og Gunnerinn, þannig að við búum hérna 3 núna í kotinu, (vantar einn leigjanda enn..) jú og Eddie býr hérna um helgar.. haha J Það er ágætt, maður vaknar hress og við andfúlumst í kór, rífumst um sturtuna og hlæjum svo að því hvað fataskápurinn minnkar við hverja heimsókn, það er samt fínt, mín þvær þetta, svo í rauninni mætti segja að ég ætti mína eigin “biatch”.. Um leið og áfengisbyrgðarnar voru endurnýjaðar á föstudaginn bættist líka einn íbúi í tannburstaglasið. :D

Við ætlum að fara að spænskast, það er próf hjá mér á miðvikudaginn svo eins gott að fara á kostum, og svo tími í nýja skólanum í dag líka, brjálað að gera..

Hasta luego *** Posted by Picasa

Þessir álfar eru næst í heimsókn, 23 okt, mikil gleði og tilhlökkun! Verið að plana og plana á fullu, hlakka til elskurnar! kn´ðus og kossar... sjá þessi yndi! haha :)


 Posted by Picasa