miðvikudagur, febrúar 21, 2007



Áttu erfiðan dag, er allt að gera þig geðveikan, hafðu ekki áhyggjur, grenjum bara svolítið saman!







Þeir eiga það til að finna upp á hinum ótrúlegustu hlutum! Þeir eru með hæsta hlutfall sjálfsmorða og heyrði ég það einhverntíman að það væri sökum prófstressa og annars konar stress. Nýtt ráð til að lækka prósentuna er núna vinsælast að grenja bara svolítið saman. Þetta er nýjasta æðið í Japan. Bókabúðir fyllast af sérmerktum deildum með sérstaklega grenjulegum bókum og blöðum, Myndbandaleigur eru farnar að skipta hillunum niður í; "nokkur tár" , "mundu eftir kleenex pakkanum" og "þetta er lost case, passið að þrífa af allan farða fyrir áhorf" deildir. Titanic er að fá ótrúlegt comeback og er kaflinn þar sem hún flýtur um á flekanum og ópar: "Jack, Jaaaack" upp yfir sig, orðinn rispaður á hverjum einasta DVD disk.


Þetta æði er orðið svo ótrúlega vinsælt að út um allt hafa opnað litlar búllur og klúbbar þar sem fólk hittist og grætur svolítið saman! Uppteknir og stressaðir business menn geta nú leigt sér herbergi "by the hour" þar sem þeir geta komið og horft á sérstaklega grenjulegar myndir til að losna við stressið. Jii, ég sé fyrir mér atriðið í Dumb & Dumber þar sem þeir sitja upp í rúmi og væla yfir einhverri klósettpappírsauglýsingu eða eitthvað og snýta sér á dollurum.





Frekari upplýsingar um þetta nýja og mjög svo áhugaverða æði.. http://www.tokyocube.com/lifestyle.php?subnav=leisure&feature=things&article=Japanese%20Crying%20Boom





Sayonara !


Það er gredda í loftinu!



Það er einhver gredda í loftinu hérna í Barcelona! Við Eddie erum með kennara sem er að kenna okkur ljósmyndun, og ég er að segja ykkur það að maðurinn er með svona sexappeal eins og Sean Connery! Og á meðan við slurpum yfir honum þá slurpa sænsku stelpurnar yfir spænsku strákunum sem eru með okkur í þessum kúrsi! Inga roomy fer á deit og slurpar þar, það er eins og ég segi einhver gredda í loftinu hérna. Sem er náttúrulega bara gaman. Svo fer maður inn á bloggið hennar Köllu og þar les maður um femínista og klám, og síðan er öll myndskreytt kellingum með brjóstin í einhverjum þveng sem óneitanlega minnir mig á deig í kökuformi. Eftir allar þessar pælingar ákvað ég að athuga hvort ég fyndi ekki eithtvað meira krassandi til að setja hérna inn á síðuna og deila með ykkur greddunni og mögulega smita all hressilega til Íslands. Það sem eg fann hef ég litla trú á og verð að vona að komi ekki greddunni í gang hjá ykkur.




Þessi listaverk sem þið sjáið hérna fyrir neðan, fín eins og þau eru kannski, þá er efniviðurinn kannski ekki sá algengasti. Nei dömur og herrar, þessi listsköpun hefur líklega orðið vinsælli og auðgerðari, þar sem efniviðinum er auðveldara safnað saman með "Keeper" þ.e. bikarinn kunni sem fæst auðveldlega á www.femin.is Já það er rétt, þessi myndverk eru máluð með túrblóði!


Mér finnst þetta svo ótrúlega heillandi eitthvað, náttúrulega ógeðslegt á sinn hátt, en jesús, ég get bara ekki annað en hlegið! Þvílík hugmynd..


Ég sé þetta bara fyrir mér, hún fer inn á klósett og tæmir bikarinn, í krukku sem hún síðan geymir, og hún verður að fara sparlega þar sem hún fær ekki möguleika á mikið meira í dolluna fyrr en að mánuði liðnum, svo nú er eins gott að fara vel með "málninguna" og ég vona svo bara að hún þrífi penslana vel eftir á!...





miðvikudagur, febrúar 14, 2007

æai Æi ái ái!!

Ég var vafrast eitthvað hérna um á netinu og fann alveg ægilega skemmtilegt blogg hjá íslenskri stelpu sem ég bara gjörsamlega datt inn í. Hún skrifar á síðuna sína um mörg mismunandi málefni, greinilega Sirkus aðdáandi og stundandi svo hún er svona þannig týpa, með sterkar skoðanir og ekki feimin við þær. Hún skrifar um eitthvað trend sem heitir "corset piercing". Verð ég að segja það að þar sem ég er sjálf með gat í naflanum og man lítið eftir þeirri varla frásanaglega færðu aðgerð eða sársaukanum sem fylgdi því (sem var nú víst ekki mikill ) en þá myndi ég ALDREI láta mér detta það í hug að gera þetta við líkama minn. Þetta er eitt af því allra ægilegasta sem ég hef séð!




Ef þið viljið vita meira um þetta greinilega sársaukafulla tískufyrirbæri þá versogú..
Ég kveð með verk í ástarhandföngunum mínum.. íííask!

sunnudagur, febrúar 11, 2007




Svaaaaakaleg bíómynd!




Þetta er algjört möst fyrir alla að sjá: Pans Labyrinth http://www.panslabyrinth.com/

Hún er á spænsku, og kom mér alveg svakalega á óvart, þetta er ævintýri fyrir fullorðna, frekar brútal, en ótrúlegar tæknibrellur og litla leikkonan er fáranlega góð!
Tékk it át people!
Annars er ég bara að drukkna í lærdómi, á að skila lokamöppu á þriðjudaginn og fleiri stór verkefni fylgja þar stutt á eftir, en stefni svo á að koma heim um páskana og ég get ekki beðið!!
Verður æði að koma og sleðast kannski aðeins á kalda Íslandi, gaman að því :)
Þangað til næst, adios

þriðjudagur, febrúar 06, 2007


I know I know, ég er búin að vera rúmlega léleg að blogga upp á síðkastið!

En það er allt við það vanalega svona þannig, skólinn að drekkja öllum og maður á að fylgjast með öllu, þetta er alltaf að verða meiri og meiri vinna, sem er auðvitað bara frábó samt!

Fór til London síðustu helgi að hitta Gunna kallinn, ekkert smá frábær ferð, algjör slökun og dekur! Við vorum hjá frænda Gunna og kærustunni hans, sem er frá Suður Afríku, fórum svo í partý með vinum hennar, og skemmtilegra fólk hef ég bara ekki hitt í langan tíma! þetta var æðislegt!!


Takk fyrir mig segi ég nú bara.. :)