miðvikudagur, apríl 12, 2006





Listin við flört!


Stelpur eru alltof lélegar við að flörta held ég, þessi grein er skrifuð til þeirra kvenna sem eru á lausu og vilja flörta svolítið, en vita bara ekki alveg hvernig best er að haga sér í þeirri stöðu!

Strákar eru ekki vanir því að stelpur flörti við þá, en samkvæmt könnunum finnst langstærstum hluta karlmanna það algjört turn-on!

Hér koma nokkur tips um hvernig best sé að haga sér:

Tip 1: Í svo mörgum tilfellum fer flörtið fram á börum: þá er besta byrjunin sú að endurtaka áhuga þinn. Láta gæjann vita allavega þrisvar um að þú hafir virkilega áhuga á honum, tékkaðu á honum bara!
Afhverju? Í fyrsta skiptið mun hann líta í kringum sig til að vera viss um að það sé hann sem þú sért að sýna athygli. Í annað skiptið veit hann að það er hann, verður feiminn en ánægður (og á þessum tímapunkti mun hann líklega ganga framhjá þér til að skoða þig betur- brostu þá til hans ;) ) Að lokum í þriðja skiptið getur þú staðfest áhuga þinn með því að kynna þig, eða commenta hann eitthvað eða bara veifa til hans, og hann kemur þá vonandi til þín!

Tip 2: Hvíslaðu! Það nær alltaf athyglinni, spurðu hvort þú getir ekki sagt þeim eitthvað leyndó: 'I just love your tie...can I buy it from you when you are done with it?'

Tip 3: Ekki sitja ALLTAF öðrum konum, þeir vilja ekki að sér sé hafnað fyrir framan áhorfendahóp, en ef þú ert úti með vinkonunum, stoppaðu þá talið stöku sinnum, og horfðu bara í kringum þig, andaðu bara! Menn vilja ekki láta þig missa mögulegan áhuga sökum trufls! (þú hefur pottþétt misst nógu marga góða, kurteisa gæja sökum þess!)

Tip 4: Vertu góð við strákana! Ef einhver kemur til þín sem þú hefur ekki áhuga á og reynir við þig- vertu góð! Aðrir karlmenn eru að fylgjast með því hvernig þú trítar gæjann, og ef þú hlærð eftir að hann fer, eða sýnir greinileg “off” merki, þá ertu alveg að kötta á aðra sénsa! Taktu í hendina á honum og segðu: “Gaman að kynnast þér... hvað heitirðu segirðu?, Jónas! Jónas gaman að kynnast þér, ég geri mér alveg grein fyrir því hvað það er stundum erfitt að kynnast fólki, og þakka ég þér þess vegna kærlega fyrir að koma, en því miður þá held ég að þú sért ekki mín týpa.. skemmtu þér vel það sem eftir er kvöldsins. Og brosa sætt J

Tip 5: Ef gæjinn lætur eins og fífl, vertu þá kurteis en ákveðin: “dónaskapur virkar ekki bara illa á mig, en flestar aðrar konum í heiminum held ég bara- vertu sæll”.

Tip 6: Notaðu vina trikkið! Labbaðu í gegnum hóp af karlmönnum og láttu einhverja vinkonuna fylgjast með og hún segir þér svo hver það var sem “tékkaði á þér”!

Tip 7: Vertu ennþá óviðjafnanlegri: sýndu smá fótleggi, notaðu hærri hæla, rauðari varalit, eða notaðu eitthvað prop sem auðvelt er að starta umræðu um: eins og einhverja geggjaða eyrnalokka, eða funky tösku...

Tip 8: Líttu yfir öxlina og brostu til hans.. Þessi staða líkamans bendir alltaf til þess að þú hafir áhuga!

Tip 9: Kannski soldið tacky en virkar örugglega: skoðaðu hann frá toppi til táar, jánkaðu með höfðinu og gefðu honum svo stærsta SIGURBROSIÐ!!

Tip 10: Mundu að flört er leið til að connecta við einhvern á skemmtilegan hátt sem gæti alltaf mögulega leitt til einhvers miklu meira! Vertu góð- HAVE FUN!!

http://www.romantic-lyrics.com/flirtideas.shtml

Hann er alveg að fíla þig líka!!

1. Þegar við sjáum einhvern í fyrsta skipti sem kveikir áhuga okkar, munu augabrúnirnar rísa og falla. Ef hann hefur áhuga til baka, munu þær haldast uppi...

2. Augun mætast og hann mun átómatískt opna munninn aðeins í augnablik ef hann líkar það sem hann sér..

3. Rísandi augabrúnirnar, opinn munnurinn og stór augun gefa andlitinu öllu mjög vinalega “opna” sýn- gæjinn að deyja úr áhuga!

4. Hann mun reyna að ná athygli þinni. Stendur kannski örlítið frá vinahópnum, til að sýnast vera einstaklingur ekki stanlaust hluti af einhverjum stærri hóp..

5: Hann mun reyna að laga sig eitthvað t.d. skyrtuna.. þetta er það sama og þegar stelpur setja meira gloss á sig: “ég vil líta vel út fyrir þig”!

6. Strákar gera þetta oft, taktu eftir því ef þú skýst á WC t.d. og líttu til baka, hendurnar hans eru líklega á leiðinni í hárið til að laga það eitthvað...

7. Augabrúnirnar munu haldast örlítið uppi meðan þú talar. Þetta “hissa” look- þýðir að honum finnst þú heillandi eða ótrúlega furðuleg.. Í rauninni þá er það allavega mun betra en venjulegar flatar augabrúnir: þeim gæja finnst þú bara einfaldlega leiðinleg.. :S

8. Ef hann fer að fikta í sokkunum sínum fyrir framan þig, eða nálægt þér, laga þá til, eða draga þá upp eitthvað, þá geturðu verið næstum 100% viss um að hann er að reyna að vera eins flottur og hann mögulega getur!

9: Hann mun standa beinn, og með alla vöðva spennta, þetta er til að enn og aftur sýna sig á sem best mögulegan hátt sem hægt er.

10. Hann mun láta þig sjá sig skoða þig.. hann lætur augun renna um líkama þinn til að skoða þig, og mun kannski staldra örlítið við á mest áhugaverðustu stöðunum! Hann er löngu búinn að skoða þig, hann gerði það þegar hann sá þig fyrst, þetta er til þess að sýna þér að hann hugsi um þig sem mögulegan kynferðislegan partner!

11. Hann sýnir þér tólin sín!
Þegar hann situr á móti þér mun hann líklega færa fæturnar örlítið í sundur til að sýna þér hvað hann hefur uppá að bjóða! Vonandi er hann ennþá í buxunum þegar þetta á sér stað...

12. Hann mun snerta á sér andlitið mikið meðan hann horfir á þig.. hann mun strjúka á sér kinnina með fingrunum, nudda á sér eyrun eða í framan.. þetta er blanda af stressi og tilhlökkun.

13. Hann byrjar að kreista glasið sitt, þegar karlmenn eru kynferðislega spenntir fara þeir að leika sér að kringlóttum hlutum.. afhverju? -þeir minna þá á brjóst!: líkami hans er farinn að “leka” því sem er í gangi í hausnum á honum!


Gangi ykkur vel stelpur og endilega commentið með fleiri góð ráð!
Ég er allavega farin í páskafrí og líklega þið öll líka!



Gleðilega páska öll sömul!
***Katla***

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Nýjasta nýtt í tísku?

Ég vildi fá að vita hvað væri það nýjasta nýtt í förðun og hári árið 2006, og leitaði því í þessum helstu biblíum slúðurs og álíkra “tipsa” og fann viðtal við Jay Manuel á heimasíðu Cosmopolitan.
Þeir sem ekki vita þá er Jay Manuel einn helsti förðunarmeistari Americas Next Top Model, og vel virtur innan þessa bransa. Heimasíðan hans er glæsileg, og bendi ég öllum á að tékka á henni sem hafa áhuga.
http://www.jaymanuel.com/
Einnig hinn látni Kevyn Aucoin, síðan hans er byggð upp eins og bækurnar hans, algjört kennsluefni í myndum og máli, og þarfaþing fyrir áhugafólk um förðun! http://kevynaucoin.com/

Jay Manuel segir að 2006 verður tótal endurkoma glamúrs. (Silvía Nótt er alveg “in”) Þetta verður kannski ekki eins heavy eins og Silvía, en áhrif þöglu myndanna mun koma inn, og meiri fókus verður settur á smáatriði.
Hann heldur einnig að “curvy looks” sé inni í ár, og eru það um það bil brábærar fréttir fyrir okkur allar, ég allavega brosi!

Tip 1: Svart smoky út - litað smoky “in”.

Svarta smoky lookið er víst að detta út, en eyelinerinn verður samt ennþá til staðar og smoky með fleiri litum kemur í staðinn. Hann talar um dökkblátt, vínrautt, og bleikt smoky.

Tip 2: Stór, en náttúruleg augnhár “in”- gervileg fake augnhár út!

Stóru gerviaugnhárin sem hafa verið í tísku, eru að detta út, en samt sem áður er alveg hægt að nota gerviaugnhár- þau þurfa bara að vera raunverulegri. Og ef að þú vilt þykkari augnhár, áttu að staðsetja þau (eitt í einu) miðsvæðis frekar en út í kantinn, og það mun gefa þeim mýkra, kringlóttari look.

Lookið sem maður á að leitast við að ná 2006 er semsagt ennþá glóandi, en aðeins mýkra- segir Jay.

Tip 3: Náttúruleg mött húð er “in”- high glans, kökumeikuð og of púðruð húð er út!

Hann segir að gæðin í förðunarvörum nú til dags séu svo góð að maður getur litið út fyrir að vera náttúrulega georgious, en samt notandi farða. Þykka kökumeikið og mikla púðrið eins og var fyrir 15 árum síðan, er algjört bann! Hann vill náttúrulega húð út í gegn. Hann bendir á að nota ávallt húðkrem undir farða, og þá sérstaklega á T-svæðið (yfir augum og niður á nef) eða erfið svæði.

Tip 4: Sólarpúður er “in” – kinnalitur út!

Eftir að húðin hefur verið undirbúin með húðkremi, meikuð létt og/eða púðruð, skulu áherslupunktarnir litaðir með sólarpúðri. Passið samt að enda ekki eins og Paris Hilton, það kallast “overdone”!
Sólarpúðrið skal berast á með stórum bursta rétt við hárlínu og niður á kinnbein.

Tip 5: Andlitslitaðir tónar og glansandi glossar eru “in”- Mattir bleikir, vínrauðir og brúnir eru út!

Náttúrulegu tónandi glossarnir sem J-Lo kom með munu vera í tísku aðeins lengur, heldur Jay, en léttir litir munu koma meira inn seinna á þessu ári, án litablýants.

Ef þú ert með þunnar varir, og vilt virka stærri, forðastu þá að kaupa high-glans perlulitaða tóna, heldur farðu út í einlita matta glossa samt í ljósum litum- til að halda þér í tískunni.

Tip 6: Greitt og stílað rómantískt hár, sem og djarft nútímalegt 60’s look er “in” – frjálslegt ógreitt hár 2005 er út!

Jay heldur að breyting verði á hárstílum 2006. Frjálsi, stelpulegi bóhem stíll 2005- mun halda áfram en breytast til þess að vera meira greitt og rómantískt. Aðaltrendið mun vera nútímalegt “mod”. (“Mod” er tískan sem Twiggy byrjaði með á sínum tíma).
Förðun Twiggy frá 1960 er mun ýktari en hún mun vera núna, en hárstíllinn frá þessum tíma er að koma aftur sterkur inn.

Fleiri tip um tískuna í hári og förðun er að finna á heimasíðunni hans Jay Manuels!

mánudagur, apríl 10, 2006




 Posted by Picasa





Skelltum okkur í smá snjósleðaferð í gær!

Veðrið var geggjað hérna í gær í Eskifirðinum, og Gunni kom snemma heim úr vinnunni.. þannig að ferðinni var þá bara heitið uppá fjall í blíðunni, til að anda smá fersku lofti í lungun! Án efa einn skemmtilegasti dagur í langan tíma, sem endaði svo í ruslfæði ala gæðasjoppa Eskifjarðar og vídjó frá einni af tveimur, þótt ótrúlegt sé, leigum hérna í firðinum. Önnur saga að segja um daginn í dag, en kvalir undan harðsperrum gærdagsins eiga þær kvartanir!

Bara pjúra snilld!

sunnudagur, apríl 09, 2006


Manneskjan þróast ekki...

Ég var að horfa á dýralífsþátt á RUV um daginn með mömmu og pabba, 1 af 6. Geggjaðar tökur sem eru búnar að taka ég veit ekki hvað mörg ár í framleiðslu og og gæðin eru ótrúleg. Þegar ég horfði á þetta, sá hvernig dýrin veiddu og skynjuðu að það væri að hætta á ferðum, eða “já, nú erum við alveg að komast að vatnsbólinu”, fór ég að hugsa, mikið ofsalega hljótum við að vera vanþróuð. Með tímanum held ég að við höfum farið til baka í þróuninni á ótrúlega stóran hátt, en að sama skapi að sjálfsögðu þróað margt og skapað líka.
En með allri okkar þróun fram á við í samhengi við rafrænar uppfinningar,hluti eins og bíla, eldunarvélar, tölvur, ljósabekki, tölvuúr sem þola 80 m dýpi, vélmenni o.s.frv. held ég að við höfum tapað því sem að við áttum fyrir, innbyggðum þekkingum og skynjunum sem að voru okkur eðlilegar áður fyrr, en er okkur með öllu móti óhæft að finna nú til dags.
Nú ef við tökum bara veðrið sem dæmi, til þess að vita hvaða veður er í aðsigi horfum við á veðurfréttir, og bölvum greyið veðurfréttaköllunum alltaf fyrir ef þeir slysast á að hafa rangt fyrir sér, og í staðinn fyrir að fara í göngutúrinn sem við vorum búin að ljúga að sjálfum okkur að við ætluðum að fara í, þá höngum við inni og fitnum. Á fornöld held ég að við hefðum getað sagt okkur það sjálf ef að stormur væri að koma, eða sól, bara með því að horfa upp í himininn og hugsa aðeins, telja út frá stjörnunum eða hvað það er sem gert er til þess að finna þetta út.
Eins með mataræði, með allri þessari eldamennsku, útgáfu uppskriftabóka, sölu á pítsaofnum, eggjasuðutækjum eða hakkavélum sem geta malað kaffið þitt OG hrært í eggjaköku fyrir þig á sama tíma!!, þá hefur manneskjan skapað svo mörg önnur vandamál: offitu, anorexiu, matarofnæmi, og klassísku setninguna: “oj, nei mér finnst þetta ógeðslegt”! Ég er nokkuð viss um það að ef þessi setning hefði verið sögð á tímum hellisbúanna, þá hefðir þú bara ekkert étið!
Ég held að þessi þróun sé alls ekki slæm, ég vil geta vaknað við vekjaraklukku, farið í sturtu í staðinn fyrir vatnsból, fengið mér cheerios í staðinn fyrir hálf hráan fisk með villiberjum, sest svo við tölvuna mína nýju sem er hlaðin upp af batterýi sem endist á 3 tíma með þráðlaust internet, svo ég geti skrifað þennan pistil, leikið mér í photoshop, eða vafrað um á netinu, skoðandi veðurspána eða nýjar uppskriftir. En margt af þessu sem ætti að vera okkur eðlislægt, eins og hjá dýrunum, finnst mér samt algjör synd að hafa misst..
Ég var nú bara aðeins að hugsa svona um þetta...

föstudagur, apríl 07, 2006

Coctail recipies!


Hvað er þetta með að henda sér á fyllirí og drekka bara eins og svín fullt af bjór á stuttum tíma, vodkablönduðum appelsínudjús og svo nokkur skot af einhverju ógeði? Ég veit að þú hefur gert það, og ég hef pottþétt gert það, en hvað er samt pointið með því?
Ég trúi því ekki að forfeður okkar sem uppgötvuðu vínið við mikinn fögnuð aðstandenda sem og framtíðardrykkjumanna, hafi gert sér grein fyrir því, eða vonast til þess að þessi vínandi sem svo oft skemmtir okkur á saklausum helgum, eða annað, ætti eftir að vera notaður svona.
Miklu frekar held ég að þeir hafi búist við því, og vonað að við drykkjum þetta rólega, nytum hvers sopa, blandaðan eðalblandi nútímans. Af því tilefni, með von um notkun á eftirfarandi og enn meiri ánægju af drykkjukvöldum framtíðarinnar, birti ég hérna nokkrar coctailuppskriftir sem voru kosnar í topp tíu listann yfir þær vinsælustu og bestu á coctailvefnum : http://www.idrink.com/top10.html

1) Sex On The Beach Recipe

Rating: 91 % (of 11306 votes)
Ingredients: 0.5 full Cranberry juice
0.75 oz. Peach Schnapps
0.5 full Pineapple Juice
1.0 oz. Vodka

Directions: Put in vodka and peach schnapps and then fill remainder with half each of the juices. Stir in highball glass

2) Red-Headed Slut Recipe

Rating: 91 % (of 1774 votes)
Ingredients: 1.0 splash Cranberry juice
0.5 oz Peach Schnapps
0.75 oz Jagermeister

Directions: Combine ingredients in shaker with ice; chill, strain, and shoot to thrill.

3) Irish Car Bomb Recipe

Rating: 91 % (of 1694 votes)
Ingredients: 1.0 pint Guinness Beer
1.0 shot Bailey Irish Cream
1.0 shot Jameson Rye/Whiskey

Directions: Fill a pint glass 2/3 full with Guinness. Fill a double shot glass with the Bailey's and Jameson. Drop the shot glass into the pint of Guinness, and chug.

4) Buttery Nipple Shooter Recipe

Rating: 92 % (of 1555 votes)
Ingredients: 1.0 oz Butterscotch Schnapps
0.5 oz Irish Cream

Directions: pour a shot of butterscotch Schnapps and easily pour a layer of Irish Cream to the top. You'll see it floats. then you shoot it.

5) Adios Mother Fucker Recipe

Rating: 91 % (of 1171 votes)
Ingredients: 2.0 splashes Blue Curacao
0.5 oz Gin
4.0 cubes Ice
0.5 oz Light Rum
1.0 Fill Sour mix
0.5 oz Triple sec
0.5 oz Vodka

Directions: Fill glass with ice. Pour in all white liquors. Fill glass with sour mix and top off with Blue Curacao. Squeeze a wedge of lemon, and stir.

6) White Russian Lebowski style Recipe

Rating: 91 % (of 1034 votes)
Ingredients: 2.0 oz Kalua (liquer) Amaretto
6.0 oz Milk
2.0 oz Vodka

Directions: Mix them i a glass, and fill with 3-5 cubes

7) Blind White Russian Recipe

Rating: 91 % (of 413 votes)
Ingredients: 1.5 oz Kahlua Coffee Liqueur
3.0 cubes Ice
1.5 oz Bailey's Irish Cream
1.5 oz Vodka

Directions: Mix Vodka and Kahlua over Ice. Slowly add Baileys so that it floats on top. Serve with stir stick

8) Purple Hooter Shooter Recipe

Rating: 91 % (of 356 votes)
Ingredients: 1.0 splash Cranberry juice
1.0 splash Sour mix
1.0 oz Vodka
0.5 oz Raspberry Schnapps

Directions: shake well pour in large shot glass. bottoms up.

9) Red Death Recipe

Rating: 91 % (of 345 votes)
Ingredients: 1.0 oz Amaretto
1.0 oz Peach Schnapps
1.0 oz Sloe gin
1.0 oz Southern Comfort
1.0 oz Vodka

Directions: Pour all ingredients in shaker over ice. Shake well. Drain into highball glasses over ice.

10) Malibu & Orange Juice Recipe

Rating: 91 % (of 340 votes)
Ingredients: 1.0 glass Orange juice
1.5 oz Malibu Rum

Directions: Pour a glass of orange juice - the fresher the better - and add some Malibu rum, or any other coconut flavoured rum. This beats the pants off any Mimosa, and the coconut rum adds a unique flavour.

There was this couple that had been married for 20 years. Every time they made love the husband always insisted on shutting off the light. Well,after 20 years the wife felt this was ridiculous. She figured she would break him out of this crazy habit. So one night, while they were in the middle of a wild, screaming, romantic session, she turned on the lights. She looked down... and saw her husband was holding a battery-operated leisure device... a vibrator! Soft, wonderful and larger than a real one. She went completely ballistic. "You impotent bastard," She screamed at him, "how could you be lying to me all of these years? You better explain yourself!" The husband looks her straight in the eyes and says calmly: "I'll explain the toy . . . you explain the kids."

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Þetta er nýja bloggið mitt, persónulegt blogg sem ég þykist ætla að verða svaka duglega að skrifa inná!

Sjáum nú bara til hvernig það verður..

Kveðja Katla Hreiðars Posted by Picasa