




Skelltum okkur í smá snjósleðaferð í gær!
Veðrið var geggjað hérna í gær í Eskifirðinum, og Gunni kom snemma heim úr vinnunni.. þannig að ferðinni var þá bara heitið uppá fjall í blíðunni, til að anda smá fersku lofti í lungun! Án efa einn skemmtilegasti dagur í langan tíma, sem endaði svo í ruslfæði ala gæðasjoppa Eskifjarðar og vídjó frá einni af tveimur, þótt ótrúlegt sé, leigum hérna í firðinum. Önnur saga að segja um daginn í dag, en kvalir undan harðsperrum gærdagsins eiga þær kvartanir!
Bara pjúra snilld!
Skrifa ummæli