« Home | Nýjasta nýtt í tísku?Ég vildi fá að vita hvað væri... » |   Skelltum okkur í smá snjósleðaferð í gær! Veð... » | Manneskjan þróast ekki...Ég var að horfa á dýralíf... » | Coctail recipies!Hvað er þetta með að henda sér á ... » | There was this couple that had been married for 20... » | Þetta er nýja bloggið mitt, persónulegt blogg se... »





Listin við flört!


Stelpur eru alltof lélegar við að flörta held ég, þessi grein er skrifuð til þeirra kvenna sem eru á lausu og vilja flörta svolítið, en vita bara ekki alveg hvernig best er að haga sér í þeirri stöðu!

Strákar eru ekki vanir því að stelpur flörti við þá, en samkvæmt könnunum finnst langstærstum hluta karlmanna það algjört turn-on!

Hér koma nokkur tips um hvernig best sé að haga sér:

Tip 1: Í svo mörgum tilfellum fer flörtið fram á börum: þá er besta byrjunin sú að endurtaka áhuga þinn. Láta gæjann vita allavega þrisvar um að þú hafir virkilega áhuga á honum, tékkaðu á honum bara!
Afhverju? Í fyrsta skiptið mun hann líta í kringum sig til að vera viss um að það sé hann sem þú sért að sýna athygli. Í annað skiptið veit hann að það er hann, verður feiminn en ánægður (og á þessum tímapunkti mun hann líklega ganga framhjá þér til að skoða þig betur- brostu þá til hans ;) ) Að lokum í þriðja skiptið getur þú staðfest áhuga þinn með því að kynna þig, eða commenta hann eitthvað eða bara veifa til hans, og hann kemur þá vonandi til þín!

Tip 2: Hvíslaðu! Það nær alltaf athyglinni, spurðu hvort þú getir ekki sagt þeim eitthvað leyndó: 'I just love your tie...can I buy it from you when you are done with it?'

Tip 3: Ekki sitja ALLTAF öðrum konum, þeir vilja ekki að sér sé hafnað fyrir framan áhorfendahóp, en ef þú ert úti með vinkonunum, stoppaðu þá talið stöku sinnum, og horfðu bara í kringum þig, andaðu bara! Menn vilja ekki láta þig missa mögulegan áhuga sökum trufls! (þú hefur pottþétt misst nógu marga góða, kurteisa gæja sökum þess!)

Tip 4: Vertu góð við strákana! Ef einhver kemur til þín sem þú hefur ekki áhuga á og reynir við þig- vertu góð! Aðrir karlmenn eru að fylgjast með því hvernig þú trítar gæjann, og ef þú hlærð eftir að hann fer, eða sýnir greinileg “off” merki, þá ertu alveg að kötta á aðra sénsa! Taktu í hendina á honum og segðu: “Gaman að kynnast þér... hvað heitirðu segirðu?, Jónas! Jónas gaman að kynnast þér, ég geri mér alveg grein fyrir því hvað það er stundum erfitt að kynnast fólki, og þakka ég þér þess vegna kærlega fyrir að koma, en því miður þá held ég að þú sért ekki mín týpa.. skemmtu þér vel það sem eftir er kvöldsins. Og brosa sætt J

Tip 5: Ef gæjinn lætur eins og fífl, vertu þá kurteis en ákveðin: “dónaskapur virkar ekki bara illa á mig, en flestar aðrar konum í heiminum held ég bara- vertu sæll”.

Tip 6: Notaðu vina trikkið! Labbaðu í gegnum hóp af karlmönnum og láttu einhverja vinkonuna fylgjast með og hún segir þér svo hver það var sem “tékkaði á þér”!

Tip 7: Vertu ennþá óviðjafnanlegri: sýndu smá fótleggi, notaðu hærri hæla, rauðari varalit, eða notaðu eitthvað prop sem auðvelt er að starta umræðu um: eins og einhverja geggjaða eyrnalokka, eða funky tösku...

Tip 8: Líttu yfir öxlina og brostu til hans.. Þessi staða líkamans bendir alltaf til þess að þú hafir áhuga!

Tip 9: Kannski soldið tacky en virkar örugglega: skoðaðu hann frá toppi til táar, jánkaðu með höfðinu og gefðu honum svo stærsta SIGURBROSIÐ!!

Tip 10: Mundu að flört er leið til að connecta við einhvern á skemmtilegan hátt sem gæti alltaf mögulega leitt til einhvers miklu meira! Vertu góð- HAVE FUN!!

http://www.romantic-lyrics.com/flirtideas.shtml

Hann er alveg að fíla þig líka!!

1. Þegar við sjáum einhvern í fyrsta skipti sem kveikir áhuga okkar, munu augabrúnirnar rísa og falla. Ef hann hefur áhuga til baka, munu þær haldast uppi...

2. Augun mætast og hann mun átómatískt opna munninn aðeins í augnablik ef hann líkar það sem hann sér..

3. Rísandi augabrúnirnar, opinn munnurinn og stór augun gefa andlitinu öllu mjög vinalega “opna” sýn- gæjinn að deyja úr áhuga!

4. Hann mun reyna að ná athygli þinni. Stendur kannski örlítið frá vinahópnum, til að sýnast vera einstaklingur ekki stanlaust hluti af einhverjum stærri hóp..

5: Hann mun reyna að laga sig eitthvað t.d. skyrtuna.. þetta er það sama og þegar stelpur setja meira gloss á sig: “ég vil líta vel út fyrir þig”!

6. Strákar gera þetta oft, taktu eftir því ef þú skýst á WC t.d. og líttu til baka, hendurnar hans eru líklega á leiðinni í hárið til að laga það eitthvað...

7. Augabrúnirnar munu haldast örlítið uppi meðan þú talar. Þetta “hissa” look- þýðir að honum finnst þú heillandi eða ótrúlega furðuleg.. Í rauninni þá er það allavega mun betra en venjulegar flatar augabrúnir: þeim gæja finnst þú bara einfaldlega leiðinleg.. :S

8. Ef hann fer að fikta í sokkunum sínum fyrir framan þig, eða nálægt þér, laga þá til, eða draga þá upp eitthvað, þá geturðu verið næstum 100% viss um að hann er að reyna að vera eins flottur og hann mögulega getur!

9: Hann mun standa beinn, og með alla vöðva spennta, þetta er til að enn og aftur sýna sig á sem best mögulegan hátt sem hægt er.

10. Hann mun láta þig sjá sig skoða þig.. hann lætur augun renna um líkama þinn til að skoða þig, og mun kannski staldra örlítið við á mest áhugaverðustu stöðunum! Hann er löngu búinn að skoða þig, hann gerði það þegar hann sá þig fyrst, þetta er til þess að sýna þér að hann hugsi um þig sem mögulegan kynferðislegan partner!

11. Hann sýnir þér tólin sín!
Þegar hann situr á móti þér mun hann líklega færa fæturnar örlítið í sundur til að sýna þér hvað hann hefur uppá að bjóða! Vonandi er hann ennþá í buxunum þegar þetta á sér stað...

12. Hann mun snerta á sér andlitið mikið meðan hann horfir á þig.. hann mun strjúka á sér kinnina með fingrunum, nudda á sér eyrun eða í framan.. þetta er blanda af stressi og tilhlökkun.

13. Hann byrjar að kreista glasið sitt, þegar karlmenn eru kynferðislega spenntir fara þeir að leika sér að kringlóttum hlutum.. afhverju? -þeir minna þá á brjóst!: líkami hans er farinn að “leka” því sem er í gangi í hausnum á honum!


Gangi ykkur vel stelpur og endilega commentið með fleiri góð ráð!
Ég er allavega farin í páskafrí og líklega þið öll líka!



Gleðilega páska öll sömul!
***Katla***

heyrðu, mér lýst vel á þetta! ég bíð bara góður núna eftir að einhver koma að flörta við mig... sumarflört yeah!!!

Skrifa ummæli