« Home |   Skelltum okkur í smá snjósleðaferð í gær! Veð... » | Manneskjan þróast ekki...Ég var að horfa á dýralíf... » | Coctail recipies!Hvað er þetta með að henda sér á ... » | There was this couple that had been married for 20... » | Þetta er nýja bloggið mitt, persónulegt blogg se... »

Nýjasta nýtt í tísku?

Ég vildi fá að vita hvað væri það nýjasta nýtt í förðun og hári árið 2006, og leitaði því í þessum helstu biblíum slúðurs og álíkra “tipsa” og fann viðtal við Jay Manuel á heimasíðu Cosmopolitan.
Þeir sem ekki vita þá er Jay Manuel einn helsti förðunarmeistari Americas Next Top Model, og vel virtur innan þessa bransa. Heimasíðan hans er glæsileg, og bendi ég öllum á að tékka á henni sem hafa áhuga.
http://www.jaymanuel.com/
Einnig hinn látni Kevyn Aucoin, síðan hans er byggð upp eins og bækurnar hans, algjört kennsluefni í myndum og máli, og þarfaþing fyrir áhugafólk um förðun! http://kevynaucoin.com/

Jay Manuel segir að 2006 verður tótal endurkoma glamúrs. (Silvía Nótt er alveg “in”) Þetta verður kannski ekki eins heavy eins og Silvía, en áhrif þöglu myndanna mun koma inn, og meiri fókus verður settur á smáatriði.
Hann heldur einnig að “curvy looks” sé inni í ár, og eru það um það bil brábærar fréttir fyrir okkur allar, ég allavega brosi!

Tip 1: Svart smoky út - litað smoky “in”.

Svarta smoky lookið er víst að detta út, en eyelinerinn verður samt ennþá til staðar og smoky með fleiri litum kemur í staðinn. Hann talar um dökkblátt, vínrautt, og bleikt smoky.

Tip 2: Stór, en náttúruleg augnhár “in”- gervileg fake augnhár út!

Stóru gerviaugnhárin sem hafa verið í tísku, eru að detta út, en samt sem áður er alveg hægt að nota gerviaugnhár- þau þurfa bara að vera raunverulegri. Og ef að þú vilt þykkari augnhár, áttu að staðsetja þau (eitt í einu) miðsvæðis frekar en út í kantinn, og það mun gefa þeim mýkra, kringlóttari look.

Lookið sem maður á að leitast við að ná 2006 er semsagt ennþá glóandi, en aðeins mýkra- segir Jay.

Tip 3: Náttúruleg mött húð er “in”- high glans, kökumeikuð og of púðruð húð er út!

Hann segir að gæðin í förðunarvörum nú til dags séu svo góð að maður getur litið út fyrir að vera náttúrulega georgious, en samt notandi farða. Þykka kökumeikið og mikla púðrið eins og var fyrir 15 árum síðan, er algjört bann! Hann vill náttúrulega húð út í gegn. Hann bendir á að nota ávallt húðkrem undir farða, og þá sérstaklega á T-svæðið (yfir augum og niður á nef) eða erfið svæði.

Tip 4: Sólarpúður er “in” – kinnalitur út!

Eftir að húðin hefur verið undirbúin með húðkremi, meikuð létt og/eða púðruð, skulu áherslupunktarnir litaðir með sólarpúðri. Passið samt að enda ekki eins og Paris Hilton, það kallast “overdone”!
Sólarpúðrið skal berast á með stórum bursta rétt við hárlínu og niður á kinnbein.

Tip 5: Andlitslitaðir tónar og glansandi glossar eru “in”- Mattir bleikir, vínrauðir og brúnir eru út!

Náttúrulegu tónandi glossarnir sem J-Lo kom með munu vera í tísku aðeins lengur, heldur Jay, en léttir litir munu koma meira inn seinna á þessu ári, án litablýants.

Ef þú ert með þunnar varir, og vilt virka stærri, forðastu þá að kaupa high-glans perlulitaða tóna, heldur farðu út í einlita matta glossa samt í ljósum litum- til að halda þér í tískunni.

Tip 6: Greitt og stílað rómantískt hár, sem og djarft nútímalegt 60’s look er “in” – frjálslegt ógreitt hár 2005 er út!

Jay heldur að breyting verði á hárstílum 2006. Frjálsi, stelpulegi bóhem stíll 2005- mun halda áfram en breytast til þess að vera meira greitt og rómantískt. Aðaltrendið mun vera nútímalegt “mod”. (“Mod” er tískan sem Twiggy byrjaði með á sínum tíma).
Förðun Twiggy frá 1960 er mun ýktari en hún mun vera núna, en hárstíllinn frá þessum tíma er að koma aftur sterkur inn.

Fleiri tip um tískuna í hári og förðun er að finna á heimasíðunni hans Jay Manuels!

2 comments

úúú gaman af þessu, þarf að fara kíkjá á síðuna hans Jay the gray..

Vá hvað þetta er skemmtileg síða hjá þér!!! og ég fékk þvííílíkt flash í gömlu förðunardagana okkar, og ánægjuna þegar þú fékkst förðunarbókina í jólagjöf hérna í "den" :)

en já lærði heilmikið af þessari lesningu,, þú heldur áfram að vera minn master in da make-up ;)

Skrifa ummæli