« Home | Þetta er tekið af okkur vinkonunum kvöldið áður en... » | Jæja Druslurnar skelltu sér til Aarhus um helgina!... » | Listin við flört!Stelpur eru alltof lélegar við að... » | Nýjasta nýtt í tísku?Ég vildi fá að vita hvað væri... » |   Skelltum okkur í smá snjósleðaferð í gær! Veð... » | Manneskjan þróast ekki...Ég var að horfa á dýralíf... » | Coctail recipies!Hvað er þetta með að henda sér á ... » | There was this couple that had been married for 20... » | Þetta er nýja bloggið mitt, persónulegt blogg se... »


Barcelona Baby!!!



Jæja ég er allavega komin hingað til Barcelona núna, eftir 28 tíma töf á Stansted flugvelli, London. Kynntist þar homma frá Portugal, og öðrum frá London (ekki saman, frekar skondinn hittingur..) Duarte, gæinn frá Portugal bjó hérna í Barcelona fyrir ca 4 árum, Matthew, breski homminn, býr hér enn og hefur gert síðastliðin 5 ár, hann vinnur hér sem guide (ásamt mörgu öðru reyndar..) og hann á frænda, einnig hommi hehe sem býr hér líka, en hann vinnur við enskukennslu fyrir spænska krakka.. Þessir yndislegu hommavinir mínir björguðu mér gjörsamlega fyrstu dagana, sýndu mér borgina og kenndu mér á þetta allt saman.. Ég sá borgina reyndar frá frekar sérstöku sjónarhorni t.d. bari með leðurklæddum hommum dansandi uppi á stöllum, sláandi svipum í hvorn annan.. Já svona nett klikkað.. Ég byrjaði svo í málaskólanum, og hélt ég væri mun klárari en ég í rauninni er, en eftir mikla vinnu og enn meiri sem er eftir, þá held ég að þetta komi alveg allt saman, og ég verð þvílíkt seig í þessu, og transeleita fyrir gesti! ;);) hehe Ég náði dönskunni, því endeimis kartöflumáli, ég hlýt að ná þessu..

Íbúðin sem Don Q málaskólinn lét mig fá, var alveg þokkalega ógeðsleg.. allt í lagi samt og ég lifði það alveg af.. Hluti af hinum íslensku krökkunum eru komnir út líka, og flutti ég því yfir í mína endanlegu íbúð.. Það þarf að gera ýmislegt, mig langar að mála og veggfóðra í mínu herb, og fór því í dag og spreðaði pening í það.. verður að vera kósý hjá manni J og svona eitt og annað frammi sem má alltaf betur fara.. ég er náttúrulega komin úr þvílíkri höll í Danaveldi, og vil ekkert síðra hér J

Bara svona til að rétt segja ykkur það sem dregið hefur á daga mína síðustu daga og vikur, þá skrifa ég þetta bara svona í grófum dráttum núna..

Ég fer semsagt í skólann alla virka daga frá 9-13 og þá beint niður á strönd oftast að læra, og brenna og busla í sjónum.. hitinn hérna núna er æðislegur, vibba heitt, en ég er samt ekki ennþá dauð, og það kalla ég gott bara! J

Jæja, þetta er nóg af fyrstu vikunum.. svo lofa ég að fara að verða duglegri að skrifa um mitt yndislega líf! ;);)

Adios amigos*** Katla***

Hæ skvís! Gott að allt hefur gengið vel ;) og snilld að þú sért farin að blogga aftur!
Ætla sko að koma í heimsókn til Barce eins fljótt og ég get.
Koss og knús frá DK.
Ósk

ohh það er gott að heyra elskan! Já ég lofa að vera miklu duglegri núna.. þarf bara að plata þig til að kenna mér hvernig ég hosta picasamyndasíðurnar.. ég verð í bandi í samb. við það :)

Gott að heyra um þig líka, stuð í Danmörku? :)

Skrifa ummæli