
Barcelona Baby!!!
Jæja ég er allavega komin hingað til Barcelona núna, eftir 28 tíma töf á Stansted flugvelli, London. Kynntist þar homma frá Portugal, og öðrum frá London (ekki saman, frekar skondinn hittingur..) Duarte, gæinn frá Portugal bjó hérna í Barcelona fyrir ca 4 árum, Matthew, breski homminn, býr hér enn og hefur gert síðastliðin 5 ár, hann vinnur hér sem guide (ásamt mörgu öðru reyndar..) og hann á frænda, einnig hommi hehe sem býr hér líka, en hann vinnur við enskukennslu fyrir spænska krakka.. Þessir yndislegu hommavinir mínir björguðu mér gjörsamlega fyrstu dagana, sýndu mér borgina og kenndu mér á þetta allt saman.. Ég sá borgina reyndar frá frekar sérstöku sjónarhorni t.d. bari með leðurklæddum hommum dansandi uppi á stöllum, sláandi svipum í hvorn annan.. Já svona nett klikkað.. Ég byrjaði svo í málaskólanum, og hélt ég væri mun klárari en ég í rauninni er, en eftir mikla vinnu og enn meiri sem er eftir, þá held ég að þetta komi alveg allt saman, og ég verð þvílíkt seig í þessu, og transeleita fyrir gesti! ;);) hehe Ég náði dönskunni, því endeimis kartöflumáli, ég hlýt að ná þessu..
Íbúðin sem Don Q málaskólinn lét mig fá, var alveg þokkalega ógeðsleg.. allt í lagi samt og ég lifði það alveg af.. Hluti af hinum íslensku krökkunum eru komnir út líka, og flutti ég því yfir í mína endanlegu íbúð.. Það þarf að gera ýmislegt, mig langar að mála og veggfóðra í mínu herb, og fór því í dag og spreðaði pening í það.. verður að vera kósý hjá manni J og svona eitt og annað frammi sem má alltaf betur fara.. ég er náttúrulega komin úr þvílíkri höll í Danaveldi, og vil ekkert síðra hér J
Bara svona til að rétt segja ykkur það sem dregið hefur á daga mína síðustu daga og vikur, þá skrifa ég þetta bara svona í grófum dráttum núna..
Ég fer semsagt í skólann alla virka daga frá 9-13 og þá beint niður á strönd oftast að læra, og brenna og busla í sjónum.. hitinn hérna núna er æðislegur, vibba heitt, en ég er samt ekki ennþá dauð, og það kalla ég gott bara! J
Jæja, þetta er nóg af fyrstu vikunum.. svo lofa ég að fara að verða duglegri að skrifa um mitt yndislega líf! ;);)
Adios amigos*** Katla***
Hæ skvís! Gott að allt hefur gengið vel ;) og snilld að þú sért farin að blogga aftur!
Ætla sko að koma í heimsókn til Barce eins fljótt og ég get.
Koss og knús frá DK.
Ósk
Posted by
Nafnlaus |
9:11 f.h.
ohh það er gott að heyra elskan! Já ég lofa að vera miklu duglegri núna.. þarf bara að plata þig til að kenna mér hvernig ég hosta picasamyndasíðurnar.. ég verð í bandi í samb. við það :)
Gott að heyra um þig líka, stuð í Danmörku? :)
Posted by
katla |
6:12 f.h.
Skrifa ummæli