« Home | Já ég skal nú segja ykkur það, maður hefur aldei... » | Þessir álfar eru næst í heimsókn, 23 okt, mikil gl... » | Herbergis makeover, og Magia Sensual..Jæja, þá er ... » | GEÐVEIKISLEGAR RIGNINGAR DREKKJA SPÁNIÞettVeðrið e... » | Dúddarnir á ströndinni, næs...   » | Við Edda áttum þessa lika bara yndislegu helgi! Sk... » | Hálfvitar í HMÉg fór og keypti mér bol þar, og röl... » | Miðnætursund í sjónumFór í miðnætursund í gær með ... » | Breakfast on Pluto: Jæja ég dró Eddu skvísu, (er ... » | Barcelona Baby!!!Jæja ég er allavega komin hingað ... »

Hittum gamla bekkinn frá Danmörku í kvöld, ég og konan (Eddie), þau eru hérna í studietur, og við fórum saman út að borða sem er kannski ekki frásögufærandi nema Susan (gellan á myndinni) fær þetta líka ofnæmiskast, hún röltir til mín, með tvöföld eyru, eldrauð í framan og klæjar út um allt, og segir: "Katla, ég vil ekki vera með vesen eða neitt, en ertu til í að redda hérna sjúkrabíl, mér finnst ég vera að kafna".. ég rýk á fætur, babla á minni óþróuðu spænsku, emergencia por favor, necesito ambulencia ahora por favor!!.. jú jú, við skellum okkur í sjúkrabílinn og brunum á spítalann með ljósin blikkandi , svaka læti og alles og beint upp í stofu að róa ofnæmiskastið.. hún hafði borðað einhvern rækjuviðbjóð og mín bara í kasti.. Á það bætandi þá var eitthvað vesen með forsykringsbevisningið hennar, ég hringdi til Danmerkur og reyndi að útskýra á dönsku, blandað í spænsku og ensku, (tungumálin eitthvað aðeins að mixast).. að það væri eitthvað fokk, og Spítalinn gat ekki hringt á skrifstofuna þeirra í Málaga til að redda þessu, sem ég held að hafi ekki verið neitt annað en vantraust sjúkrahússtjórnar á starfsfólki uppá nauðgun á símhringingum erlendis eða út fyrir Cataloniu umdæmi bla bla.. já trúið mér ég skil ekki þetta bull heldur,, allt er gott sem endar vel, kennarinn kom eftir á og hitti okkur og sagðist ætla að bíða hjá henni meðan bólgan myndi sjatna og allir líkamshlutar kæmust í eðlilega stærð,, fékk flashback í Hitch þegar Will Smith fór gjörsamlega á kostum.. þetta er allt í goody núna samt, hún er víst að ná sér og allt að komast í samt lag.. þokkalega örlagaríkt kvöld.. Posted by Picasa

1 comment

svaðalegt fjör hefur þetta verið!

úff.

Skrifa ummæli