« Home | Þessir álfar eru næst í heimsókn, 23 okt, mikil gl... » | Herbergis makeover, og Magia Sensual..Jæja, þá er ... » | GEÐVEIKISLEGAR RIGNINGAR DREKKJA SPÁNIÞettVeðrið e... » | Dúddarnir á ströndinni, næs...   » | Við Edda áttum þessa lika bara yndislegu helgi! Sk... » | Hálfvitar í HMÉg fór og keypti mér bol þar, og röl... » | Miðnætursund í sjónumFór í miðnætursund í gær með ... » | Breakfast on Pluto: Jæja ég dró Eddu skvísu, (er ... » | Barcelona Baby!!!Jæja ég er allavega komin hingað ... » | Þetta er tekið af okkur vinkonunum kvöldið áður en... »

Já ég skal nú segja ykkur það, maður hefur aldeilis verið duglegur að blogga.. sorry það hefur verið geðveiki að gera, mikið tjútt eins og venjulega, lasin í viku!, skóli, meira tjútt, Port Aventura og heimsóknir.

Gunni bjútus skellti sér í heimsókn til mín í viku, þessi elska :D Það var frábært, átum sushi, röltum um borgina, dressuðum gæjann í zöru og fleiri verslunum sem við náðum að misnota aðeins, ég var útúrdekruð allan tímann, þetta var frábært! Takk kærlega fyrir mig elskan mín***

Við fórum líka í Port Aventura þegar hann var hérna, með Sirrú og Árna og Eddie , það var svakalegt, reyndar var eitthvað windy þannig að stóri stóri rússíbaninn var lokaður, en annars var stemmari, við Eddie og Gunni fórum í fallturninn og ég blótaði alla leiðina upp, meðan Edda var við það að fá hjartaáfall þarna á hinum kantinum, kom þá ekki líka þessi fleiga setning frá Gunna: “jæja stelpur mínar, við deyjum þá allavega öll saman”! við þetta hallaðist sætið fram og við héngum uppi og horfðum niður.. ég áfram fokk fokk, shit shit, og Edda farin að fá verk í vinstri handlegg, sætið féll og röddin hvarf af öskri.. Þetta var klikkað!!

Svo er búið að vera djammað endrum sinnum, það verður víst að halda því við eins og öðru, fórum á Tibidabo núna um helgina með öllum Íslendingahópnum, nema Óli var að djamma af sér rassinn í einhverju partýi.. geðveikt flottir staðir, og viewið var svaðalegt!

Jói er líka kominn heim, kom á sama tíma og Gunnerinn, þannig að við búum hérna 3 núna í kotinu, (vantar einn leigjanda enn..) jú og Eddie býr hérna um helgar.. haha J Það er ágætt, maður vaknar hress og við andfúlumst í kór, rífumst um sturtuna og hlæjum svo að því hvað fataskápurinn minnkar við hverja heimsókn, það er samt fínt, mín þvær þetta, svo í rauninni mætti segja að ég ætti mína eigin “biatch”.. Um leið og áfengisbyrgðarnar voru endurnýjaðar á föstudaginn bættist líka einn íbúi í tannburstaglasið. :D

Við ætlum að fara að spænskast, það er próf hjá mér á miðvikudaginn svo eins gott að fara á kostum, og svo tími í nýja skólanum í dag líka, brjálað að gera..

Hasta luego *** Posted by Picasa

þú ert alltaf full ;)

sem er jákvætt ekki satt hahaha ;););)

Skrifa ummæli