« Home | Hittum gamla bekkinn frá Danmörku í kvöld, ég og... » | Já ég skal nú segja ykkur það, maður hefur aldei... » | Þessir álfar eru næst í heimsókn, 23 okt, mikil gl... » | Herbergis makeover, og Magia Sensual..Jæja, þá er ... » | GEÐVEIKISLEGAR RIGNINGAR DREKKJA SPÁNIÞettVeðrið e... » | Dúddarnir á ströndinni, næs...   » | Við Edda áttum þessa lika bara yndislegu helgi! Sk... » | Hálfvitar í HMÉg fór og keypti mér bol þar, og röl... » | Miðnætursund í sjónumFór í miðnætursund í gær með ... » | Breakfast on Pluto: Jæja ég dró Eddu skvísu, (er ... »

I know I know succer í blogginu!..

Íbúðin var tekin í gegn, stofan og gangarnir málaðir, ný þvottavél þar sem hún krassaði um daginn, sem og örbylgjuofninn, teljum að það hafi verið föstudagsins 13 að kenna. Einnig var spanderað í ryksugu, þannig að nú er stefnan að halda öllu hreinu og fínu, vonum að það takist hjá okkur.
Inga, nýja stelpan er líka komin heim og þau Jói byrjuð í skólanum, ég byrja á morgun, þá fer allt á fullt. Inga er æðisleg og ég er ekkert smá fegin að fá hana :D

Mamma og Pabbi og Gunni voru í heimsókn um daginn, voru í viku næstum! Það var æææðislegt að hafa þau hérna J
Fórum í bíó, “Little miss Sunshine” mjög furðuleg en góð.
Fórum líka öll saman út að borða með Ingu, Heiðari og Eddu á geggjaðan sushi stað hérna rétt hjá. Pabbi var ekki alveg að goodera að prófa sushi, enda vanur að elda fiskinn á Íslandi eins og hann sagði. En þetta kom þeim víst skemmtilega á óvart og sushi verður réttur sem verður pottþétt prófaður oftar hjá þeim J Eftir matinn fórum við heim og þau skoðuðu slotið, ferlega sátt held ég bara. Átum spænska osta og ólívur og súkkulaði dauðans, drukkum okkur öll frekar hress og kvöldið var bara algjörlega frábært, það fóru allavega allir glaðir heim J

Tékkuðum á hótelinu hjá mömmu og pabba og þau bjuggu náttúrulega bara eins og kóngar. Svakalegt hótel sem ég veit að mun vera mikið rætt heima á næstu dögum, vikum hihih ;)

Síðan skelltu sér allir til Sitges í gær, lítill hommabær hérna rétt hjá Barce. Horfðum þar á leik og kenndu pabba svona mikilvægustu fótboltaorðatiltækin svo hann gæti slegið um sig þegar heim var komið, enda ekki mikill kunnáttumaður um fótbolta frekar en aðrir í minni fjölskyldu. Ég nældi mér í ofnæmiskast frábært! Kom heim öll í rauðum útbrotum og kvalin af kláða ALLSSTAÐAR! Hrikalegt alveg, sérstaklega þar sem ég hef ekki hugmynd útaf hverju þetta er! Ég er allavega ekki útlýtandi lengur eins og fílamaðurinn! Vona að þetta gerist ekki aftur í bráð! Ótrúlegt hvað þessi ofnæmisköst hafa verið að fylgja mér, fyrst María systa, svo Susan frá Danmörku og nú ég!
Við átum alveg svakalegar steikur á Argentísku veitingahúsi í gær í Sitges, og stefndum svo bara á lestina heim eftir það en að sjálfsögðu var síðasta lestin farin svo það var haldið í ferðalag til að redda ferð heim. Eftir nánast klukkutíma bið kom rútan og 2-3 lögreglubílar sem fylgdu og sektuðu bílstjórann fyrir ALLT of marga ferðalanga. Það var endalaust af fólki sem fór út úr rútunni og loksins komumst við inn og af stað!

Skólinn er kominn á fullt hjá mér núna sem og ræktin, það á að taka á því núna! Komast í kjólinn fyrir jólin.. Rosalega flottir kennarar finnst mér, og mér líst alveg svakalega vel á þetta allt saman. Búin að versla eins og geðsjúklingur af skóladóti og ekki hálfnuð enn! Svakalegt alveg! Það er allavega byrjað strax að HRÚGA á okkur heimavinnu, þetta verður flott held ég.

Við Edda og Margrét kiktum aðeins á tjúttið um daginn, lentum fyrir slysni á einhverju skemmtilstað og viti menn, var ekki bara Eyður að kósíast þar með familíunni og Auddi var þarna líka. Þeir voru coveraðir einhverjum bodyguards eða eitthvað og inni á einhverju lokuðu svæði. Ég sé samt ekkert smá eftir því að hafa ekki farið og gerst nörd og beðið um eiginhandaráritun.. oh well, nest time bara ;)

Ég var í rólegheitunum alveg að sofna yfir einhverri mynd um daginn, liggjandi í rúminu mínu og slakandi á.. farin að dotta með hálflokuð augun. Við það að detta út sé ég einhverja hreyfingu út undan mér og því fylgdi öskur sem varð klárað með spretti út á gang í paranojukasti. Ég hleyp og vek Jóa og garga og garga og er nánast, (skömmustulegt að segja það) en nánast farin að grenja! Jói: “Hvað”!? Ég: “Fokking helvíti, það er einhver fokking kakkalakki inní herbergi”!!!! Jói greyið álíka hræddur við þetta og ég, fer samt á fætur og bjargar mér, greyinu í panikkasti. Ég var alvarlega farin að hugsa um flutning aftur heim í hræðslunni, ég hoppaði um alla ganga og var að sturlast. Þið trúið því ekki hvað það er hrikalegt að VAKNA við þetta helvíti! Ég fer fram og reyni að ná andanum, næ að vekja Ingu við of djúpan andardrátt og við panikum saman. Eftir mikla spæjaraleit hjá Jóa er niðurstaðan sú að kakkalakkinn er horfinn og ég hefst við ryksugun og þrif um miðja nótt. Loksins að róast aftur niður legst ég til hvílu og reyni að sjá restina af myndinni.. aftur er ég við það að sofna en nei, birtist ekki kvikindið, röltandi í makindunum á veggnum bara! Ég tryllist auðvitað og vopnuð ryksugunni set ég á mesta kraftinn og ræðst á monsterið! Ha ha, ég náði og ég verð að segja það að þrátt fyrir histeríuköstin þá fannst mér ég standa mig ansi vel.. Ég náði að sofna eftir róandi tal frá Gunna, þessi elska var vakin til að svæfa mig!
Nýjustu fréttir: við Inga slakar inní stofu að borða mangó og nei nei, sé ég ekki bara einn á leiðinni inn í Ingu herbergi, ég stekk á fætur, sæki glas og kvikindið í búri! Nanannna... Jói kom enn og aftur til bjargar og kveikti í honum, svo hann ætti ekki að ónáða okkur frekar.. Á morgun er stefnan sett á spray í öll horn svo sópum við þeim upp bara. Þetta er einhver fokking faraldur og er ekki að gera sig!!

Ég ætla að fara að lúlla núna, róa mig niður eftir afdrif dagsins.. ég reyni að vera duglegri að blogga svo, og læt ykkur svo vita hvernig faraldurinn hegðar sér og vonandi deyr hann út á næstu dögum..

Ciao todos**

ohh my god!!! ég hefði þurft áfallahjálp eftir þessa kakkalakka! :S

Skrifa ummæli