« Home | Það var skóladjamm á fimmtudaginn síðasta með IED,... » | I know I know succer í blogginu!..Íbúðin var tekin... » | Hittum gamla bekkinn frá Danmörku í kvöld, ég og... » | Já ég skal nú segja ykkur það, maður hefur aldei... » | Þessir álfar eru næst í heimsókn, 23 okt, mikil gl... » | Herbergis makeover, og Magia Sensual..Jæja, þá er ... » | GEÐVEIKISLEGAR RIGNINGAR DREKKJA SPÁNIÞettVeðrið e... » | Dúddarnir á ströndinni, næs...   » | Við Edda áttum þessa lika bara yndislegu helgi! Sk... » | Hálfvitar í HMÉg fór og keypti mér bol þar, og röl... »


Róm kom ekkert smá á óvart!

Jæja þá kom ég heim í dag frá Róm, Gunni fer heim á morgun. Hótelherbergið var geggjað en þjónustan er önnur saga, :S Byrjaði náttúrulega á því að láta taka mig í rassgatið af einhverjum hálfvita leigubílstjóra, rukkaði mig allt of mikið af því ég asnaðist ekki til að spurja um verðið áður en hann lagði af stað, aulaskapur í mér!! :S
Og svo einhver beygla á hótelinu í einhverju transi með stjórnunarstæla, ég er ekki vön að æsa mig við starfsfólk í hverskonar þjónustu störfum en þegar hún áttaði sig á því að klúðrið var hennar og var búin að láta mig bíða í 4 fokking klukkutíma á barnum þar sem ein lítil kókdós kostaði 4 evrur, “sko hnefi í rassinn verð”, þá lét ég hana heyra það, strunsaði upp í herbergi og bergmálið í marmaranum í gólfinu eftir hælana heyrðist um alla Róm.. eða svona kannski aðeins minna ýkt..
Restin af ferðinni var frábær, og ég var fljót að róast þegar Gunni kom ca 2 tímum seinna.. allt í goody þá. :D

Enn allavega, Róm kom virkilega á óvart, byggingarnar eru bara rugl þarna og við vorum ægilega heppin með veður. Röltum um á stuttermabolum og fengum lit á hendurnar meðan Ísland er á kafi í snjó! Það var preðað soldið í góðan mat og höfðum það alveg ferlega gott. Löbbuðum af okkur fæturna og kvöldin voru tekin í kálfanudd yfir dvd diskum og kósýheitum.

Við röltum um fornar slóðir og drekktum í okkur byggingarlistinni og styttunum og öllu heila klabbinu. Ég sat og skissaði Colosseium meðan Gunni lóneraðist við að vera einmana túristi.
Svo er þetta alveg merkilegt með hvað allar stytturnar eru hauslausar, það var einhver sem gerði þetta á sínum tíma, lét afhausa alla marmarahlúnkana og skar undan þeim mörgum líka, ef einhver er með nánari uppl um þetta þá endilega tjáðu þig, ég er búin að reyna að renna í gegnum listasöguna lauslega en finn ekkert um þetta..

Við gerðum mjög góða tilraun til Powerade auglýsingar og fannst hún takast bara nokkuð vel hehe ;)

Já þetta var bara ótrúlega vel heppnuð ferð eins og alltaf! Takk fyrir mig ástin knús og kossar **

Ég þakka kærlega fyrir sendinguna frá mömmu og pabba sem ég fékk frá annarsvegar með foreldrum Eddu og svo Gunna. Ég er nú fullhlaðin af kúlusúkki, season all kryddi, kjúllakryddi, gömlum reikningum og ég er komin með takk fyrir Skype síma! Sem er snilld, nú er hægt að spjallast án þess að ískrið drepi alla nálæga! Brillíantos!
Og ó mæ looord hvað lærið sló í gegn, ég hélt að allir myndu fá bókstaflega fullnægingu við borðið af hamingju! Baaara gott sko! Þau slógu í gegn með eldamennskunni og snilldarlegum tilþröfum í sósu og salat gerð! Takk enn og aftur kææærlega fyrir mig Eddu mamma og Eddu pabbi! *** Posted by Picasa

Efnisorð:

já eg vildi óska þess að ég væri einhvers staðar í heitu landi núna! :D

Velkomin heim :) Vá Powerraid auglýsingin er algjör snilllld...frekar fyndin.

Þetta læri var svoooo mikið að gera sig að það hálfa væri plenty...ummmm...bragðið er næstum enn uppí mér...

ahhh...shit...í þessum skrifuðu orðum hoppaði e-t fokking DÝR yfir tölvuna mína....shit...fékk hjartastopp...Hugsaði fyrst kakkalakki...búin að heyra of margar sögur frá þér...stökk upp eins og kreisíperson...náði í mína stærstu orðabók og fokking drap Kvikindið og henti þvi út....enivei....sé þig á morgun :)

kv.eddie

Skrifa ummæli